Myndskeið: Flottar sveiflur hjá dömudúett

Það hefur oft verið sagt að tímasetning í sveiflunni skipti miklu máli. Háskólastúdínurnar Elle Nichols og Zaafina Naqvi, liðsfélagar í Oakland’s kvennaliði skólans reyndu á þetta atriði í sveiflunni nýlega.
Tímasetningin er svo sem ekki stóra atriðið heldur hitt að önnur er örvhent en hin rétthent. Svo þær stilltu sér upp og mynduðu sveiflurnar. Flott hjá dúettinum í bleiku pilsunum.