Myndir: Ian Poulter lagar Ryder bol Bandaríkjamanna

Englendingurinn Ian Poulter er einn besti Ryder spilari frá upphafi. Poulter hefur fimm sinnum verið í sigurliði evrópska liðsins, nú síðast í haust þegar keppnin var haldin í Frakklandi.

Poulter var í góðu skapi á föstudaginn og tók myndir sem hann birti meðal annars á Instagram þar sem hann nýtti tækifærið og skaut á liðsmenn bandaríska liðsins.

Á myndunum var Poulter klæddur bol sem á stóð „Beat Europe“ sem var augljóslega gerður fyrir Bandaríkjamenn fyrir Ryder bikarinn. Á seinni mynd Poulter var hann svo búinn að laga bolinn ef svo má segja en þar var hann búinn að bæta við „Couldn't“.

Myndin fór mjög vel í Evrópubúa og var Rory McIlroy einn þeirra sem skrifaði við myndina. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka gat að sama skapi ekki annað en hlegið að myndunum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Can anyone spot the mistake in this photo.. @rydercupteameurope 🤔

A post shared by Ian Poulter (@ianjamespoulter) on

Seinni myndin þar sem Poulter var búinn að breyta bolnum:

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

It’s ok I managed to fix the mistake... How does it look now ? @rydercupteameurope 😉

A post shared by Ian Poulter (@ianjamespoulter) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is