Myndband: Xander Schauffele í skemmtilegum leik með GolfWeek

Það hefur kannski ekki farið fram hjá fólki að það var hinn 25 ára gamli Xander Schauffele sem stóð uppi sem sigurvegari á Sentry Tournament of Champions á sunnudaginn eftir að hafa leikið á 11 undir, 62 höggum, á lokahring mótsins.

En það eru samt eflaust margir sem þurfa að hugsa sig aðeins um áður en þeir reyna að segja nafnið hjá Schauffele. Í myndbandinu hér að neðan sést hann bera fram nafnið sitt en í framhaldinu reynir hann að bera fram nöfn þekktra einstaklinga sem margir eiga erfitt með að gera rétt.

Hann virðist skemmta sér ágætlega við þetta en honum tekst þó misvel til.