Myndband: Woods vippaði í vatn á Bahama eyjum

Fyrsti hringur Hero World Challenge mótsins er nú í gangi á Bahama eyjum. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni en Tiger Woods er gestgjafi.

Woods hefur ekki leikið nógu vel á fyrsta hringnum en hann er í neðsta sæti þegar nokkrar holur eru eftir á 2 höggum yfir pari.

Woods átti líklega eitt versta högg dagsins þegar hann vippaði í vatn á 12. holunni. Myndband af högginu má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is