Myndband: Woods og Mickelson keppa í Golf pong

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Phil Mickelson keppa um 9 milljónir dollara í Las Vegas þann 23. nóvember. Í tilefni þess hafa þeir félagarnir eytt undanförnum dögum í að auglýsa einvígið.

Í gær birti Bleacher Report myndband af Woods og Mickelson þar sem þeir kepptu í golfútgáfunni af „beer pong“ sem kallað var „golf pong“.

Þar áttu þeir að reyna hitta eins mörgum höggum í rauðar fötur á 90 sekúndum og þeir gátu og vann Mickelson þá keppni 9-8.

Myndband af keppninni má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is