Myndband: Woods lék fyrsta hringinn á 70 höggum

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods snéri aftur á golfvöllinn eftir stutta pásu vegna meiðsla í gær þegar Players meistaramótið hófst á TPC Sawgrass vellinum.

Woods lék fyrsta hring mótsins á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er jafn í 35. sæti af 144 keppendum.

Einn skolli og einn fugl á fyrri níu gerðu það að verkum að Woods spilaði þær á parinu. Á seinni níu fór hins vegar að hitna í kolunum en á þeim kafla fékk hann einungis eitt par en fimm fugla og þrjá skolla.

Niðurstaðan 70 högg og fyrsti opnunarhringur undir pari hjá Woods frá árinu 2013 þegar hann sigraði á mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is