Myndband: Woods kominn upp í 14. sæti eftir glæsilega byrjun á þriðja hring

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er kominn upp í 14. sæti á Genesis Open mótinu eftir þrjá hringi.

Woods er samtals á 6 höggum undir pari eftir að hafa rétt komist í gegnum niðurskurðinn í mótinu á höggi undir pari. 

Eftir 7 holur á þriðja hringnum er Woods á 5 höggum undir pari en hann hóf hringinn á fugli á 10. holu, fékk svo örn á 11. holu og því næst fugla á 12. og 13. holu.

Eftir þessa rosalegu byrjun fékk Woods svo þrjú pör í röð og er líklegur til að fá par á 17. holuna en hann var búinn með þrjú högg á holunni áður en fresta þurfti leik.

Takist Woods að bæta við sig nokkrum fuglum á þriðja hringnum má reikna með fjórtánfalda risameistaranum í toppbaráttunni þegar lokahringur mótsins fer fram. Stefnt er að því að klára mótið í dag, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is