Myndband: Woods farinn að slá full högg

Það hefur á ýmsu gengið í lífi Tiger Woods undanfarna mánuði. Í byrjun árs, þegar hann var nýkominn til baka eftir meiðsli, þurfi hann strax aftur að draga sig úr leik vegna meiðsla. Í apríl fór hann í sína fjórðu aðgerð á baki og í sumar var hann tekinn við akstur undir áhrifum lyfsseðilskyldra lyfja sem olli því að hann fór í meðferð. 

Woods er nú allur að koma til og eftir sigur í Forsetabikarnum, þar sem hann var varafyrirliði, er Woods farinn að slá full járnahögg.

Woods birti myndband af einu slíku á Instagram síðu sinni en höggið má sjá hér fyrir neðan.

 

Smooth iron shots

A post shared by Tiger Woods (@tigerwoods) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is