Myndband: Wood og Morrison í spennandi keppni á Walton Heath

Englendingarnir Chris Wood og James Morrison tóku þátt í skemmtilegri keppni á dögunum þar sem þeir þurftu að nota allar kylfur í pokanum til að hitta flöt af rúmlega 130 metra fjarlægð.

Leikreglur voru þær að keppendur fengu eitt stig fyrir að hitta flötina í innáhögginu en eftir að hafa slegið högg var sú kylfa sem var notuð tekin úr pokanum hjá báðum kylfingum.

Keppnin var jöfn og spennandi frá byrjun og réðust úrslitin í lokahögginu. Myndband af keppninni má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is