Myndband: Wiesberger nálægt holu í höggi á lokahringnum í Abu Dhabi

Lokahringur Abu Dhabi meistaramótsins í golfi fór fram í dag. Englendingurinn Tommy Fleetwood stal senunni þegar hann sigraði á mótinu eftir frábæran lokasprett.

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger var næstum því búinn að eiga eitt af höggum mótsins þegar hann sló upphafshögg sitt á 15. holunni beint í flaggið. Höggið rataði af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki ofan í holu og því auðveldur fugl niðurstaðan.

Höggið má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is