Myndband: Vonlaus staða Charl Schwartzel

Menn lenda í ýmsu á golfvellinum og virðist stundum eins og allt sé á móti manni. Charl Schwartzel lenti einmitt í þannig atviki nú um helgina á Nedbank Golf Challenge mótinu þar sem lukku dísirnar virtust ekki vera með honum í liði.

Á einni holunni sló hann í flatarglompu og vildi ekki betur til en að boltinn endaði það grafinn í bakkanum á glompunni að varla sást í boltann. Schwartzel reyndi að slá höggið, en boltinn endaði á að rúlla niður í miðja glompu. Myndband af atvikinu er að sjá hér að neðan.

Schwartzel endaði mótið jafn í 12 sæti á tveimur höggum undir pari.