Myndband: Vann atvinnukylfingana annað árið í röð

Ungur og efnilegur Hollendingur, Matthias Henke, keppti í dag í „Beat The Pro“ keppni sem fer fram á KLM Open mótinu á Evrópumótaröð karla.

Keppnin virkar þannig að áhugakylfingar fá eitt tækifæri til að slá nær en þeir atvinnukylfingar sem eru að spila á vellinum á 14. holunni á The Dutch vellinum.

Henke, sem er 12 ára gamall, gerði sér lítið fyrir og sló nær en þeir Chris Wood, Soomin Lee og Haotong Li sem léku í næst síðasta holli dagsins. Það sem gerir afrekið enn merkilegra er sú staðreynd að hann gerði það sama í fyrra þegar hann tók þátt í þessari sömu keppni.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is