Myndband: Upprifjun frá draumahring Justin Thomas

Sony Open mótið hefst á fimmutdaginn og verður þetta fyrsta hefðbundna PGA mót á árinu 2018. Þátttakendur á Sentry Tournament of Champions mótinu, sem lauk í gær, voru aðeins þeir sem sigruðu á PGA móti á síðasta tímabili.

Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á Sony Open mótinu í fyrra og er hann mættur til leiks aftur. Hann á ekki aðeins góðar minningar um sigur, því á fyrsta hring mótsins í fyrra varð hann sjöundi kylfingur sögunnar og jafnframt yngsti til þess að spila á undir 60 höggum. 

Hann lék fyrsta hringinn á 59 höggum, þar sem hann fékk örn bæði á fyrstu holu dagsins og þeirri síðustu. Það helsta frá hringnum í fyrra má sjá hér að neðan og talar Justin Thomas um hringinn í leiðinni.