Myndband: Tiger Woods með magnað pútt á lokahringnum

Óhætt er að segja að Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hafi stolið senunni á Valspar Championship mótinu sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni.

Woods var í toppbaráttunni alla fjóra hringina og varð að lokum að sætta sig við 2. sætið á 9 höggum undir pari.

Á 71. holu mótsins var ljóst að Woods þyrfti að fá fugl til þess að halda sér inni í baráttu um sigur í mótinu. Woods átti mjög langt pútt eftir fyrir fugli sem hann setti beint í holu. Myndband af púttinu má sjá hér fyrir neðan.

 

Did you expect anything less?!

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is