Myndband: Tiger Woods fer vel af stað

Tiger Woods var rétt í þessu að klára fyrri níu holurnar á fyrsta hring Hero World Challenge mótsins, en þetta er fyrsta mót Woods í 10 mánuði. Woods er að leika nokkuð vel og er á einu höggi undir pari, jafn í 10. sæti.

Hann sýndi nokkuð góða takta á fyrri níu holunum og greinilegt að hann er ákveðinn í að koma sterkur til baka. Strax á þriðju holu dagsins sló hann frábært högg frá 240 metrum. Höggið endaði um það bil 15 metra frá holu. Hann þurfti tvö pútt og var það fyrsti fuglinn.

Strax á næstu holu átti Woods slæmt vipp, en svaraði því með frábæru pútti og leyndi Woods ekki gleðinni.

Hann fékk síðan fugl á áttundu holu dagsins eftir frábært pútt.

Á níundu fékk hann fyrsta skolla dagsins eftir slæmt vipp og þrjú pútt. Hann er því eins og áður sagði á einu höggi undir pari eftir níu holur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.