Myndband: Tiger Woods farinn að slá með dræver

Eins og flestir vita þá hefur Tiger Woods verið undanfarna mánuði að jafna sig eftir að hafa gengist undir sína fjórðu aðgerð á baki fyrr á árinu. Síðustu daga hefur Woods verið duglegur við að birta myndskeið og skrifa um gang mála hjá sér, og var nýtt skref tekið í þeim málum í gær.

Nú birti hann mynd af sér að slá teighögg með dræver, en hann hefur aðeins sést vippa og slá með járnum undanfarið. Hann virðist því allur að vera að koma til og vonandi að hann geti snúið aftur á völlinn sem fyrst.

Mynbandið má sjá hér að neðan, og að venju var Tiger í rauðum bol á sunnudegi.

 

Making Progress

A post shared by Tiger Woods (@tigerwoods) on