Myndband: Tiger Woods á fimm höggum undir pari eftir níu

Tiger Woods er mættur aftur. Hann var rétt í þessu að ljúka við fyrri níu holurnar og er þegar þetta er skrifað jafn í efsta sæti ásamt Charlie Hoffman á átta höggum undir pari. Tiger lék fyrri níu holurnar á fimm höggum undir pari þar sem hann fékk þrjá fugla og einn örn.

Hann byrjaði hringinn með látum og fékk fugl strax á fyrstu holunni eftir frábært inná högg og gott pútt.

Annar fugl dagsins kom svo á þriðju holunni. Á fjórðu kom svo þriðji fugl dagsins eftir högg sem fór næstum ofan í fyrir erni. Auðveldur fugl raunin.

Hann endaði svo fyrri níu holurnar á því að slá þrjú frábær golfhögg. Dræv á miðja braut, annað högg um það bil sex metra frá holu og gott pútt fyrir erni.