Myndband: Þjálfari Ian Poulter á sundi eftir boltanum hans

Stærsta mót ársins sem er einungis hluti af PGA mótaröðinni hefst á morgun þegar Players meistaramótið hefst. Ian Poulter verður þar á meðal keppenda en hann hefur leikið vel undanfarið ár.

PGA mótaröðin hefur í vikunni verið að birta gömul myndbrot frá Players mótinu og er eitt af þessum myndböndum af Poulter sjálfum.

Á fjórðu holu vallarins púttaði hann fugla púttinu sínu töluvert fram yfir holuna. Þegar að hann ætlaði að taka boltann upp kastaði hann honum óvart í vatnið. Þá var regla í gildi sem olli því að fyndi hann ekki boltann yrði hann að taka á sig tvö vítishögg til að mega nota nýjan bolta. Líkamsræktarþjálfari Poulter var á svæðinu og stökk út í vatnið. Hann fann boltann að lokum og kom honum til skila þannig að Poulter gæti haldið áfram leik án þess að fá dæmt á sig víti. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

@IanJamesPoulter’s trainer’s dedication level = 💯 #TOURVault

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on