Myndband: Þessi lætur snjóinn ekki stöðva sig

Þegar kalt er í veðri og það fer að snjóa láta flestir sér nægja að sitja heima og njóta þessa að vera inni. Golfara sem langar mikið í golf í þannig veðri láta sér þá yfirleitt nægja að horfa á golf og láta sig dreyma um að spila við þær aðstæður sem eru í sjónvarpinu.

Mikið hefur snjóað í Bandaríkjunum undanfarið. Snjóað hefur á stöðum sem yfirleitt snjóar ekki, eins og Flórdía. Þessi ungi drengur var ekki á þeim buxunum að láta smá snjó stöðva sig og var mættur út á völl í miklu frosti, á stuttbuxunum og stuttermabolnum.