Myndband: Það verður að vera gaman þó svo að æfingar standi sem hæst

Madelene Sagström er kannski ekki þekktasta nafnið í golfheiminum, en hún spilar engu að síður á LPGA mótaröðinni og var nýliði á síðasta ári líkt og Ólafía Þórunn.

Hún endaði síðasta ár í 59. sæti í Race to CME Globe keppninni og hélt því þátttökurétti sínum á LPGA mótaröðinni. Sagström hefur eytt síðustu dögum við æfingar á Flórída til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Það verður líka að skemmta sér þegar æfingar standa sem hæst og ákvað hún að reyna að vippa yfir kylfubera sinn líkt og margir hafa séð Phil Mickelson gera.

Það tókst semsagt ekki alveg nógu vel en allir virtust nú í heilu lagi og gátu hlegið af. Hún birti svo annað myndand í gær þar sem hún var á æfingasvæðinu. Hún er greinilega að vinna í ákveðnum þáttum í sveiflunni og er því með prik sem stendur upp úr jörðinni sem á að hjálpa, en hún er greinilega ekki alveg búinn að venjast því, því í myndbandinu hittir hún hreinlega ekki boltann. Sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér að neðan.

 

Not all swings are good ones 😂 #whiff

A post shared by Madelene Sagström (@madelenesagstrom) on