Myndband: Það kemur ekki á óvart hvaða högg var kosið högg mánaðarins

Nú hefur Evrópumótaröðin tilkynnt hvaða högg var kosið högg febrúarmánaðar og það kemur eflaust engum á óvart hvaða högg varð fyrir valinu.

Með yfir tvo-þriðju atkvæða, og því enginn vafi á því, var höggið fræga á níundu holunni á Mexico Championship Heimsmótinu hjá Tiger Woods kosið högg mánaðarins.

Myndband af högginu má sjá hér að neðan og eins og sést þurfti Woods að sveigja boltanum um 65 metra frá vinstri til hægri til að koma honum á flötina.