Myndband: Spieth ósáttur á PGA meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth var ekki í miklu stuði á föstudaginn þegar hann fann bolta í vatnstorfæru á 17. holu Bellerive vallarins.

Ekki er ljóst hvort að boltinn hafi verið hans en eitt er víst að Spieth var mjög ósáttur með sjálfan sig. 

Þrátt fyrir athæfi Spieth á hringnum lék hann annan hringinn á 4 höggum undir pari og er í fínum málum á 3 höggum undir pari í heildina.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is