Myndband: Spieth fleytti kellingar í ótrúlegu höggi

Eins og flestir vita er Masters mótið nú í fullum gangi en þar koma árlega saman bestu kylfingar heims. Það er því ekki úr vegi að rifja upp eitt ótrúlegt högg sem leit dagsins ljós þegar Jordan Spieth undirbjó sig fyrir Masters mótið í fyrra.

Spieth var staddur á 16. holu vallarins, rétt fyrir framan vatn sem umlykur flötina. Líkt og nokkrir aðrir kylfingar hafa í gegnum tíðina gert á þessari holu ákvað hann í stað þess að slá hefðbundið högg yfir vatnið að reyna að fleyta kellingar yfir allt vatnið með boltanum. Á einhvern ótrúlegan hátt komst boltinn alla leið yfir og endaði nær holu en hjá hinum kylfingunum í hollinu.

Höggið má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is