Myndband: Spieth bætti sig um 9 högg milli hringja

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth náði að sýna sitt rétta andlit á öðrum hring Sentry Tournament of Champions mótsins sem fór fram í nótt í Hawaii. Spieth lék á 66 höggum eftir að hafa leikið þann fyrsta á 75 höggum.

Eftir hringina tvo er Spieth jafn í 13. sæti á 5 höggum undir pari en Marc Leishman og Brian Harman deila forystunni á 10 höggum undir pari.

Spieth lék sérstaklega vel um miðbik annars hringsins þar sem hápunkturinn var án efa örn á 9. holu. 

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá öðrum hringnum hjá Jordan Spieth.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is