Myndband: Sonur gefur föður sínum miða á lokadag Masters mótsins

Það dreymir eflaust marga kylfinga um að spila Augusta National völlinn þar sem Masters mótið er haldið árlega. Aftur á móti, þá er staðreyndin sú að fæstir fá að spila þar. Það sem kemst næst því að spila völlinn er þá eflaust að fara að horfa á Masters mótið og væru eflaust margir til í að vera þar á sunnudegi til að fylgjast með lokasprettinum.

Sonur einn ákvað að gerast rausnalegur og gefa föður sínum miða á lokadag Masters mótsins í jólagjöf. Viðbrögðin leyndu sér ekki og átti hann erfitt með að halda aftur að tárunum af gleði. Myndband af atvikinu er að sjá hér að neðan.