Myndband: Soderberg nálægt holu í höggi á par 4 holu

Fyrsti hringur Kenya Open mótsins á Evrópumótaröð karla hófst í dag, fimmtudag. Fáir af sterkustu kylfingum mótaraðarinnar eru meðal keppenda þar sem eitt sterkasta mót ársins á PGA mótaröðinni, Players meistaramótið, fer einnig fram um þessar mundir.

Einn af minni spámönnum mótaraðarinnar, Sebastian Soderberg, keppir í Kenýu um helgina og var ekki langt frá því að fara holu í höggi á par 4 holu á fyrsta hringnum.

9. hola vallarins er rúmlega 300 metra löng og eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan vantaði lítið upp á að bolti Soderberg myndi rúlla alla leið í holu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is