Myndband: Snekkja Tiger Woods engin smá smíði

Eins og greint var frá fyrir nokkrum dögum þá mun Tiger Woods ekki þurfa á hótelherbergi að halda yfir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst nú á fimmtudaginn á Shinnecock Hills vellinum.

Líkt og kom fram í þeirri grein mun Woods vera á snekkju sinni yfir mótið en snekkjan kostar litlar 20 milljónir dollara. Ofan á það þá kostar um 2 milljónir dollara að reka hana á hverju ári.

Fólk spyr sig kannski hvað hefur svona snekkja upp á að bjóða. Golfchannel birti myndskeið nýlega sem sýnir hvað snekkjan hefur upp á að bjóða. Meðal annars getur hún hýst 10 gesti, 9 starfsmenn, það er líkamsrækt og svo má lengi telja. Myndbandið má sjá hér að neðan.