Myndband: Snedeker með skrautlegan fugl á lokaholu AT&T Pebble Beach mótsins

AT&T Pebble Beach Pro-Am var mót helgarinnar á PGA mótaröðinni.Vegna veðurs hafa ekki allir kylfingar lokið leik og klárast mótið því í dag.

Brandt Snedeker var á meðal keppenda. Hann lék fyrstu þrjá hringi mótsins á þremur höggum yfir pari og komst því ekki í gegnum niðurskurðinn. Samt sem áður mun hann líklega eiga einn af fuglum mótsins.

Fyrsta dag mótsins lék hann á Pebble Beach vellinum. 18. holan á vellinum liggur meðfram grýttri ströndinni. Upphafshöggið sló hann á ströndina og var ótrúlega heppinn með legu þannig að hann gat slagið boltann. Hann nýtti sér það vel og labbaði í burtu með fugl á holunni.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.