Myndband: Sló tæpa 300 metra með 3 járni

Lanto Griffin átti eitt af bestu upphafshöggum gærdagsins á PGA mótaröðinni. Griffin, sem er meðal keppenda á AT&T Pebble Beach mótinu í Kaliforníu, sló tæpa 300 metra með einungis 3 járn í höndunum eða 329 yarda.

Bandaríkjamaðurinn ungi sló höggið á 16. holunni á Pebble Beach vellinum sem hallar að vísu frá kylfingum af teignum en höggið var engu að síður ótrúlega langt.

Þrátt fyrir mikla högglengd náði Griffin sér ekki almennilega á strik á fyrsta hring mótsins og kom inn á 4 höggum yfir pari. 

Annar hringur mótsins er nú í fullum gangi. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is