Myndband: Skrautleg byrjun hjá Spieth á Players

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth er búinn með fjórar holur á fyrsta hringnum á Players meistaramótinu og er ekki enn búinn að fá par.

Spieth, sem gæti komist í efsta sæti heimslistans með sigri um helgina, fékk skolla á fyrstu tvær holurnar áður en hann fékk örn á þá þriðju, sem er 12. hola vallarins.

Hann náði þó ekki halda dampi á næstu holu því á þeirri þrettándu fékk hann tvöfaldan skolla. Spieth er því á tveimur höggum yfir pari eftir fjórar holur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is