Myndband: Sími hringdi í miðri sveiflu

Indverjinn Chikkarangappa brást illa við þegar sími áhorfanda á Afrasia Bank Mauritius Open mótinu hringdi í miðri sveiflu á þriðja keppnisdegi.

Chikkarangappa sló teighöggið sem betur fer á miðja braut en hann fleygði frá sér kylfunni og horfði reiður á áhorfandann.

Chikkarangappa hefur leikið vel í mótinu og er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn, jafn í 3. sæti. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is