Myndband: Samantekt og besta högg dagsins frá Valspar mótinu

Erfiðar aðstæður voru á fyrsta hring Valspar Championship mótsins sem hófst í gær. Aðeins 27 kylfingar léku á undir pari og er Corey Conners efstur á aðeins fjórum höggum undir pari.

Þar sem aðstæður voru erfiðar og skor fremur hátt þurftu kylfingar mikið að reiða sig á stutta spilið. Það voru löng pútt sem féllu og nokkrir gerðu sér lítið fyrir og vippuðu ofan í.

Það var samt Tiger Woods sem átti högg dagsins. Höggið kom á 17. holu, en holan er um 185 metra par 3 hola, og endaði það um hálfan metra frá holunni. 

Besta högg dagsins ásamt fleiri flottum tilþrifum frá fyrsta hring frá efstu mönnum má sjá í myndbandinu hér að neðan.