Myndband: Samantekt og besta högg dagsins frá AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu

Fyrsti dagur AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins var leikinn í gær og eru það þeir Kevin Streelman og Beau Hossler sem eru í forystu á sjö höggum undir pari.

Þrátt fyrir að forystusauðirnir hafi spilað flott golf þá var það Ryan Armour sem átti högg fyrsta dagsins. Armour lék á Pebble Beach vellinum, en leikið er á þremur völlum í þessu móti. Höggið kom á 17. holunni, sem er par 3 hola, og var hann hársbreidd frá því að fara holu í höggi. Hann fékk þó öruggan fugl og endaði hann hringinn á tveimur höggum undir pari og er jafn í 53. sæti eftir fyrsta hringinn. 

Myndband af högginu hjá Armour er að sjá hér að neðan.

Annars var mikið um fína drætti og áttu margir af bestu kylfingum heims frábær högg sem skilaði þeim í toppbaráttuna. Samantekt frá fyrsta hring mótsins er að sjá hér að neðan.