Myndband: Samantekt frá þriðja hring CareerBuilder Challenge

Austin Cook getur með sigri í dag unnið sitt annað PGA mót á ferlinum þegar lokahringur CareerBuilder Challenge mótsins fer fram.

Cook átti besta hring dagsins, en hann kom í hús á 64 höggum eða átta höggum undir pari. Hann átti einnig högg dagsins. Höggið, eða púttið, kom á 18. holu dagsins, en þá setti hann niður langt pútt til þess að bjarga pari.

Jon Rahm er einnig í baráttunni. Hann lék á 70 höggum á Stadium vellinum, sem er erfiðasti völlurinn af þeim þremur völlum sem leikið er á.

Samantekt frá þriðja degi mótsins má sjá í myndbandinu hér að neðan.