Myndband: Samantekt frá þriðja degi Valspar mótsins

Það má með sanni segja að það hafi verið fjórir kylfingar sem stálu senunni á þriðja hring Valspar Championship mótsins sem leikinn var í gær. Forystusauðurinn Corey Conners og þeir Tiger Woods, Justin Rose og Brandt Snedeker, sem eru jafnir í öðru sæti.

Conners er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn eftir hring upp á 68 högg og má hann þakka frábærum púttum í gær fyrir það skor.

Woods hefur verið sjóðandi heitur kringum flatirnir og var kominn tími á að hann vippaði ofaní. Hann gerði það á níundu holunni. Hann setti líka niður frábær pútt á hringnum.

Vippið hjá Woods og þriðja högg Justin Rose á 11. holunni voru tvö bestu högg gærdagsins, en Rose sló ofaní frá um 100 metrum fyrir erni.

Samantekt frá þriðja hringnum má sjá hér að neðan, þar sem flest af bestu höggum gærdagsins eru sýnd.