Myndband: Samantekt frá þriðja degi Sentry Tournament of Champions

Dustin Johnson var í miklu stuði á þriðja hring Sentry Tournament of Champions og er eftir daginn með tveggja högga forystu.

Högg eins og á 12. holunni, sem var högg dagsins, hjálpuði mikið þar sem að hann sló tæplega 60 metra högg ofan í fyrir erni. Hann fylgdi því eftir með þremur fuglum á síðustu sex holunum.

Brian Harman var einnig í miklu stuði og var ekki langt frá því að fara holu í höggi.

Bestu högg þriðja dagsins má sjá í myndbandinu hér að neðan.