Myndband: Samantekt frá þriðja degi Players mótsins

Webb Simpson hélt áfram að vera allt í öllu á Players mótinu í gær. Hann er á 19 höggum undir pari, sjö höggum á undan Danny Lee.

Í samantektinni frá þriðja hringnum sést greinilega hversu mikla yfirburði hann hefur haft síðustu tvo daga, en hann lék á 63 höggum á föstudaginn og 68 höggum í gær. 

Simpson átti meðal annars besta högg gærdagsins sem kom á 11. holunni. Þá gerði hann sér lítið fyrir og sló ofan í úr glompu frá um 35 metrum. Það voru þó fleiri kylfingar sem sýndu góð tilþrif, þar á meðal Dustin Johnson, Xander Schauffele og Danny Lee.

Efstu menn hefja leik eftir um tvo tíma og er hægt að fylgjast með stöðunni hérna.