Myndband: Samantekt frá öðrum hring Meijer LPGA Classic

Annar hringur á Meijer LPGA Classic mótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni, fór fram í Michigan í gær. Eftir daginn er það Brooke Henderson sem er í forystu á 12 höggum undir pari. 

Það mátti sjá nokkra áhugaverða takta hjá kylfingunum á hringnum í gær, en Lexi Thompson tók sig til að mynda til og púttaði með blendings kylfu á 8. holunni. Púttið fór ekki ofan í hjá henni, en góð tilraun. 

Henderson var á tímabili komin 14 högg undir par, en tveir skollar á síðustu tveimur holunum komu henni aftur niður á 12 högg undir par. Henderson urðu á mistök á 17. holunni, en höggið hennar dreif ekki upp á hólinn sem flötin lá á og rúllaði langa leið aftur niður. Á 18. holunni virðist hún svo ekki hafa hitt boltann nógu vel, þegar hún reyndi að vippa honum inn á flöt. 

Höggin tvö hjá Henderson, ásamt púttinu hjá Thompson má sjá í myndbandinu hér að neðan, en þar má líka sjá nokkra af fuglum Henderson.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.