Myndband: Samantekt frá öðrum degi Valspar mótsins

Eins og gefur að skilja þá er mikið fjallað um Tiger Woods þegar hann er á meðal keppenda. Sérstaklega þegar að hann er á meðal efstu manna. Það er langt síðan að þessi orð hafa átt við, en það er breyting á því eftir fyrstu tvo dagana á Valspar Championship mótinu.

Eftir tvo daga situr Woods jafn í öðru sæti á fjórum höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Corey Conners. Það var því töluvert af höggum frá Woods í samantekt frá öðrum hring mótsins, þar á meðal besta högg dagsins sem kom á 13 holunni. Í myndbandinu hér að neðan er besta högg gærdagsins annað í röðinni.

Það var samt ekki aðeins Woods sem lék vel, því skor voru aðeins betri en á fyrsta degi mótsins. Þar á meðal léku Brandt Snedeker, Justin Rose og Paul Casey. Það besta frá öðrum deginum má sjá í myndbandinu hér að neðan.