Myndband: Samantekt frá öðrum degi á Sentry Tournament of Champions

Annar hringur á Sentry Tournament of Champions mótinu, sem er fyrsta PGA mót ársins, var leikinn á Havaí í gær. Eins og greint hefur verið frá eru það Marc Leishman og Brian Harman sem eru jafnir í forystu á samtals 10 höggum undir pari. 

Mikið var um flotta takta á öðrum hringnum og setti Harman til að mynda niður tæplega 11 metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu hringsins. Hann vippaði svo í á 15. holunni og nældi sér í sjötta fugl dagsins.

Dustin Johnson og Marc Leishman sýndu einnig sínar bestu hliðar og má sjá högg frá þeim, ásamt fleirum, í myndbandinu hér að neðan.