Myndband: Samantekt frá lokadegi Valspar mótsins

Það var mikil spenna fyrir lokadegi Valspar Championship mótsins sem kláraðist í gær. Ástæðan fyrir þessari miklu spennu var að sjálfsögðu Tiger Woods og hans gengi, en fyrir lokadaginn var hann einu höggi á eftir efsta manni.

Það gekk á miklu á lokadeginum. Paul Casey var í miklu stuði, þá aðallega á síðari níu holunum og kom hann í hús á 65 höggum.

Patrick Reed byrjaði daginn með látum með því að setja niður rúmlega 15 metra pútt fyrir erni. Reed var síðar á hringnum jafn í efsta sætinu, en fékk skolla á lokaholunni sem gerði það að verkum að hann missti af umspili við Paul Casey.

Tiger Woods var einnig um tíma í efsta sætinu og eftir fugl á 17. holu dagsins hafði hann möguleika á að jafna við Casey á lokaholunni. Það gekk ekki eftir og Casey vann sitt fyrsta mót í tæplega níu ár.

Samantekt frá lokadeginum má sjá hér að neðan.