Myndband: Samantekt frá lokadegi OHL Classic mótsins

Það var langur sunnudagur fyrir kylfinga PGA mótaraðarinnar í gær, en efstu menn þurftu að leika 36 holur vegna þess að fresta þurfti leik bæði á fyrsta og þriðja degi vegna myrkurs. Það var að lokum Patton Kizzire sem stóð uppi sem sigurvegari.

Hann og Rickie Fowler háðu mikla baráttu, en Kizzire, sem var að vinna sitt fyrsta PGA mót, sýndi stáltaugar á lokadeginum.

Honum urðu á engin mistök og sló hann mörg frábær högg ásamt því að pútta mjög vel. Hann átti högg dagsins í gær og má sjá það ásamt samantekt frá lokadeginum í myndbandinu hér að neðan.