Myndband: Samantekt frá fyrsta hringnum í Malasíu

Það er Ástralinn Cameron Smith sem er í forystu eftir fyrsta hring á CIMB Classic mótinu, en mótið fer fram í Malasíu. Smith lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari og er einu höggi á undan næstu mönnum.

Gott golf leit dagsins ljós á fyrsta hringnum og var mikið um góð skor. Kevin Na átti eflaust högg dagsins í gær þegar að hann sló ofan í fyrir erni á 16. holunni og komst hann þá sjö högg undir par. Hann endaði svo hringinn á sex höggum undir pari og er jafn í fimmta sæti.

Samantekt frá hringnum í nótt er að sjá hér að neðan.