Myndband: Samantekt frá fyrsta hring Sony Open mótsins

Chris Kirk og Zach Johnson eru jafnir á sjö höggum undir pari eftir fyrsta hring Sony Open mótsins. Mótið fer fram á Havaí og er þetta önnur helgin í röð sem mót fer fram þar, en um síðustu helgi fór Sentry Tournament of Champions mótið fram.

Það gekk á ýmsu á fyrsta hringnum og fékk Jordan Spieth til að mynda 8 á eina holuna, og er vert að taka það fram að hann sló öll höggin. Hann svaraði því aftur á móti strax með frábærum fugli á lokaholunni. Hann lauk leik á einu höggi undir pari.

Það voru samt Kirk og Johnson sem voru skrefinu framar en aðrir, þá aðallega á flötunum. Þeir settu hvert púttið ofan í á fætur öðru. Samantekt frá deginum má sjá í myndbandinu hér að neðan.