Myndband: Samantekt frá fyrsta hring Rickie Fowler

Rickie Fowler spilaði best allra á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins, sem fram fór á Erin Hills vellinum í Wisconsin í gær. Fowler kom í hús á 7 höggum undir pari, en hann tapaði ekki höggi á hringnum. 

Með hringnum jafnaði Fowler metið fyrir lægsta skor á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins frá upphafi. Síðast þegar fyrsti hringur var leikinn á 7 höggum undir pari var árið 1980, en þá léku Jack Nicklaus og Tom Weiskopf báðir á 63 höggum á Baltusrol vellinum. 

Fowler byrjaði hringinn á 10. holu, en strax á 11. og 12. holunum komu fyrstu tveir fuglarnir. Hann fékk svo fugl á 14. og 18. holunni og lék því fyrri 9 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tveir fuglar í viðbót fylgdu í kjölfarið, á 1. og 2. holunni. Sjöundi og síðasti fuglinn kom svo á 7. holunni.

Samantekt frá hringnum hjá Rickie Fowler má sjá í myndbandinu hér að neðan.

 

Hér að neðan má sjá viðtal við Fowler, en þar kemur meðal annars fram að hann skipti um dræver í mars síðastliðnum og er sá með styttra skafti. Fowler segir það hafa skipt sköpum, en á hringnum í gær hitti hann 12 brautir af 14.