Myndband: Samantekt frá fyrsta hring í Ástralíu

Fyrsti hringur á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, fór fram í Ástralíu í morgun. Góðar aðstæður voru í Ástralíu og mikið um góða takta. Brett Rumford lék til að mynda á 8 höggum undir pari og leiðir því með tveimur höggum. 

Það var þó Bandaríkjamaðurinn David Lipsky sem átti högg dagsins þegar hann sló öðru högginu á par 4 holu ofan í fyrir erni. Kiradech Aphibarnrat fékk fimm fugla á sex holum og á 4. holu setti hann niður gríðarlega langt pútt fyrir fugli.

Lee Westwood situr jafn í 2. sæti á 6 höggum undir pari. Hann fékk örn á 15. holunni þegar hann vippaði ofan í af löngu færi.

Öll bestu högg dagsins má sjá í myndbandinu hér að neðan.