Myndband: Samantekt frá frábærum lokahring Rickie Fowler

Rickiw Fowler sigraði í gær á Hero World Challenge mótinu eftir hreint út sagt magnaðan hring. Hann lék lokahringinn á 61 höggi, eða 11 höggum undir pari. Það dugði til þess að sigra með fjórum höggum.

 

🐯🏆😁

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Fyrir daginn var Fowler sjö höggum á eftir Charlie Hoffman. Fowler var ekki lengi að jafna við Hoffman, því hann byrjaði hringinn á því að fá sjö fugla í röð. Hann fékk svo par á áttundu en endaði fyrri níu holurnar á fugli og lék þær því á átta höggum undir pari, eða 28 höggum.

 

61 🧐

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Fowler gaf aðeins eftir á síðari níu holunum, allavegana í miðað við fyrri níu holurnar. Á þeim fékk hann aðeins þrjá fugla og restina par. 

Samantekt frá hringnum má sjá hér að neðan.