Myndband: Rory McIlroy lætur snjóinn ekki stoppa sig

Allir Íslendingar ættu að kannast við það að þurfa að fara í Bása eða Hraunkot á veturnar til þess að æfa sig. Það getur verið erfitt og jafnvel leiðinlegt á köflum að geta ekki slegið af grasi svo mánuðum skiptir, en það eru ekki bara við Íslendingarnir sem þurfum að gera það.

Rory McIlory býr alla jafna í Flórída í Bandaríkjunum og þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af veðrinu. Hann er aftur á móti staddur á Norður-Írlandi og hefur snjóað töluvert þar síðustu daga.

Rory McIlory, sem er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta tímabil, þurfti því að sætta sig við það að slá golfbolta innandyra líkt og við Íslendingar þurfum að venjast. Það getur verið ágætis hvatning að sjá einn besta kylfing heims æfa sig við þessar aðstæður.

 

❄️⛄️⛳️ #nodaysoff

A post shared by RORY (@rorymcilroy) on