Myndband: Rory McIlroy fimmpúttaði á öðrum hringnum á AT&T Pebble Beach

Norður-Írinn Rory McIlroy gerði sig sekan um slæm mistök á öðrum hringnum á AT&T Pebble Beach Pro/Am mótinu sem fram fer á þremur golfvöllum í Kaliforníu á PGA mótaröðinni.

McIlroy var rétt fyrir utan flötina á 5. holu Monterey Peninsula vallarins eftir upphafshögg sitt og átti því langt pútt eftir fyrir erni. Fimm púttum seinna var boltinn loksins kominn í holu og tvöfaldur skolli staðreynd.

McIlroy lék annan hringinn á þremur höggum yfir pari og kastaði nánast frá sér sínum möguleikum á sigri um helgina.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af púttunum fimm.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is