Myndband: Rod Pampling fórnaði sér til að ná að klára fyrir myrkur

Annar hringur á PGA meistaramótinu var leikinn í gær en fresta þurfti leik vegna myrkurs áður en allir náðu að klára. Reglan er sú að sé ráshópur byrjaður að leika holu, þegar blásið er í lúðrana, sem merki um að leik sé frestað, mega þeir klára þá holu. 

Rod Pampling, Thomas Pieters og Xander Schauffele voru að byrja síðustu holuna þegar blásið var í lúðrana en voru ekki á þeim buxunum að eiga eina holu eftir til að leika á laugardegi þar sem enginn þeirra komst í gegnum niðurskurðinn. Pampling tók það því á sig að flýta sér í drævið og sló hann höggið nánast án þess að stilla sér upp, en þar með fékk ráshópurinn að klára síðustu holuna. 

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.